Listskreyting í framkvæmd
Unnt er að vinna að listskreytingu bygginga á margvíslegan hátt:
- Þegar um nýbyggingu er að ræða er áhersla á samstarf listamanns og arkitekts. Samvinna þeirra ætti að hefjast strax við frummótun verksins að undangenginni samkeppni. Einnig er hægt að kaupa fullunnin listaverk í nýbyggingar.
16. gr.
Ráðgjöf.
Við ákvarðanir um listaverk í opinberum nýbyggingum sem lög þessi taka til skulu arkitekt mannvirkisins og byggingarnefnd leita faglegrar ráðgjafar hjá stjórn listskreytingasjóðs sem skal tilnefna fulltrúa af sinni hálfu til að annast samráð og ráðgjöf. Hin endanlega ákvörðun um val listaverka er í höndum byggingarnefndar og/eða verkkaupa að fenginni hinni faglegu ráðgjöf sjóðstjórnar. Kostnaður við ráðgjöf og val á listaverki skal rúmast innan þeirra fjárveitinga sem áætlaðar voru til verksins á
- Þegar um eldri byggingar er að ræða er algengt að kaupa fullunnin listaverk og koma þeim fyrir í byggingum eða að listaverk eru keypt að undangenginni samkeppni.
Listskreytingasjóður veitir ekki styrki til listaverka sem umsóknaraðili er þegar búinn að kaupa eða ráða listamann til að vinna, án atbeina sjóðsins, né til verkefna þar sem dómnefnd hefur þegar verið skipuð.
17. gr.
Listskreytingasjóður.
Alþingi veitir árlega fé í listskreytingasjóð til listaverka í opinberum byggingum sem voru fullbyggðar fyrir 1. janúar 1999 ásamt umhverfi þeirra og annarra útisvæða á forræði ríkisins og sveitarfélaga svo og til listaverka í húsnæði sem ríkið tekur á leigu til a.m.k. 10 ára.
Úthlutun styrkja úr listskreytingasjóði til listaverka í eldri byggingum og leiguhúsnæði er í höndum stjórnar listskreytingasjóðs. Stjórnin metur í hverju tilviki hvort fyrirhuguð listaverk séu þess eðlis að hafa skuli samráð við arkitekt byggingar við val á þeim.
Sé bygging, umhverfi hennar eða útisvæði á forræði sveitarfélags skal koma framlag frá viðkomandi sveitarfélagi á móti úthlutun úr listskreytingasjóði.