Umsóknir
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum í upphafi hvers árs. 

Stjórn Listskreytingasjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki til listskreytinga í opinberum byggingum er falla undir Myndlistarlög frá 2013.

IV. KAFLI
Listaverk í opinberum byggingum og á útisvæðum.
13. gr.
Opinberar byggingar.
    Opinberar byggingar ásamt umhverfi þeirra, svo og önnur útisvæði í opinberri eigu, skal fegra með listaverkum. Skal miða við að listaverkin séu þáttur í þeirri heildarmynd sem byggingu og umhverfi hennar er ætlað að skapa. Til opinberra bygginga teljast:
    a.    byggingar sem ríkissjóður fjármagnar að nokkru eða öllu leyti, sbr. lög nr. 84/2001, um skipan opinberra framkvæmda, 
    b.    byggingar sem reistar eru á vegum ríkisstofnana sem hafa sjálfstæðan fjárhag og eru því ekki háðar beinni fjárveitingarákvörðun Alþingis um byggingarframkvæmdir, 
    c.    byggingar sem reistar eru fyrir ríkið samkvæmt samningi um einkaframkvæmd, 
    d.    framkvæmdir sem fela í sér gagngerar endurbætur á eldra húsnæði og ber að fara með þær framkvæmdir eins og um nýbyggingu sé að ræða, 
    e.    húsnæði sem ríkið tekur á leigu til a.m.k. 10 ára. 
    Byggingar sveitarfélaga og stofnana þeirra geta enn fremur talist til opinberra bygginga enda séu umráð sveitarfélags yfir þeim með hliðstæðum hætti og greinir í 1. mgr. Til opinberra bygginga í skilningi laga þessara teljast hins vegar ekki byggingar sem eru reistar til bráðabirgða, skemmur og önnur mannvirki eða byggingar þar sem staðsetning takmarkar mjög aðgengi.

Listskreytingasjóður veitir ekki styrki til listaverka sem umsóknaraðili er þegar búinn að kaupa eða ráða listamann til að vinna, án atbeina sjóðsins, né til verkefna þar sem dómnefnd hefur þegar verið skipuð. 

Stjórn Listskreytingasjóðs skal vera til ráðgjafar um listskreytingu þeirra mannvirkja sem lög þessi taka til
og hvernig staðið skuli að framkvæmdum.

Umsóknareyðublaðið er rafrænt fyrir netumsóknarkerfi Listskreytingasjóðs.
Umsóknareyðublað

Nauðsynlegt er að umsóknin sé ítarleg og frágangur vandaður.
Fylgigögn þarf að senda með tölvupósti á netfangið: ingibjorg@sim.is ,  eða með almennum pósti: Hafnarstræti 16, pósthólf 1115, 121 Reykjavík.

Stjórn sjóðsins tekur ákvarðanir um styrkveitingar grundvelli umsókna sem sjóðnum berast.
Framlag getur orðið allt að 1% af byggingakostnaði viðkomandi byggingar.

Umsóknarfrestur er til 1. mars ár hvert